7.7.2009 | 08:00
Er ekki hægt að spara hér??
Evran er listinni dýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2009 | 11:02
Þarf alltaf að draga fram það neikvæða??
Þessi frétt er nokkuð einkennandi fyrir það hvað fjölmiðlar eru duglegir að moka ofaní okkur neikvæðum fréttum. Fyrirsögn þessarar fréttar hefði alveg getað verið "Góð stemming á Skaga" eða eitthvað þvíumlíkt því innihald hennar er það að fólk skemmti sér vel og hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að nefna það í fréttinni að einhverjum ógæfumönnum hafi verið stungið í steininn.
Ég legg til að fjölmiðlar reyni að vera örlítið jákvæðar í fréttaflutningi því það er auðvelt að draga heila þjóð niður í þunglyndi með þessum endalausa neikvæða fréttaflutningi.
Á þessum síðustu og verstu þá þurfum við á jákvæðni að halda!!!
Fangageymslur Akraness fullar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2007 | 07:06
Hættuleg braut
Ég verð nú að segja að mér finnst Geir Jón komin út á heldur hættulega braut með þessu. Menn sem gegna opinberu starfi eins og hann verða að halda trúmálum sínum fyrir sig og ekki blanda þeim í of miklum mæli við starfið.
Ég er nokkuð viss um að hans yfirmenn munu ekki gagnrýna þessi ummæli en það er nokkuð víst að ef Geir Jón væri islamstrúar, búddatrúar eða ásatrúar þá myndi honum aldrei leyfast að tjá sig á þennan máta.
Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 21:34
Það gerðist ýmislegt fleira
Ég skellti mér að sjálfsögðu á knattspyrnuleik í gær og sá Skagamenn kljást við Keflvíkinga. Leikurinn var vægast sagt hundleiðinlegur fyrstu 80 mínúturnar en síðustu 16 mínúturnar eru þær skrítnustu sem ég hef séð í íslenskri knattspyrnu.
Bjarni Guðjónsson skoraði "óvart" mark og allt varð vitlaust á vellinum. Keflvíkingar gerðu mikinn aðsúg að Bjarna og vildu svo í kjölfarið að Skagamenn myndu gefa sér mark. Eftir á að hyggja fannst mér það hárrétt ákvörðun hjá Skagamönnum að halda leiknum áfram á fullu. Í dag var grafið upp myndband af svipuðu atviki úr Hollensku knattspyrnunni. Ég er alveg sammála að þetta eru sambærileg atvik. Markið skorað með langskoti yfir markmanninn og skotmaðurinn sýnir í báðum tilfellum iðrun um leið og ljóst er að knötturinn hafnar í markinu.
Það sem er aftur á móti ólíkt með þessum tveimur atburðum eru viðbrögð liðsmanna liðanna sem fá markið á sig. Í Hollenska leiknum þá röltir einn leikmaður sér að "gerandanum" og er greinilega ekki sáttur. Uppi á Skaga þá varð nánast ALLT Keflavíkurliðið stjörnuvitlaust og réðst á Bjarna. Finnst fólki sanngjarnt að ætla að gefa þeim mark eftir þá framkomu. Hefðu menn hegðað sér almennilega þá er líklegra að betur hefði farið.
Skoðið sjálf
Það er eitt sem alveg gleymist í allri þessari umræðu en það er SLÁTRUNIN sem Bjarni varð svo fyrir seinna í leiknum. Ég fullyrði það að þjálfari Keflavíkur sendir Einar Orra inn á völlinn til að ganga frá Bjarna. Það eina sem þessi drengur gerði var að tækla Bjarna á þann máta að það var einungis heppni að hann skyldi ekki stórslasast.
Af hverju var þessi drengur ekki dreginn í viðtöl í dag og hann beðinn um að útskýra sinn verknað alveg eins og Bjarni var ítrekað tekinn í viðtal til þess að útskýra og biðjast afsökunar á þessu óvilja verki sínu? Og af hverju er ekki komið myndband af þeim atburði inn á kvikmynd.is og á fotbolta.net.
Ég get vel skilið að Keflvíkingar séu reiðir. Ég væri það svo sannarlega ef mitt lið hefði fengið svona mark á sig. En það hvernig Keflvíkingar hafa hegðað sér í kjölfarið á þessu er til svo mikillar skammar fyrir félagið að það er engu lagi líkt. Ég átti von á því að stjórnarmenn Keflvíkinga myndu sjá sóma sinn í því að reyna að sjatla málið og biðjast afsökunar á sinni hegðun líkt og stjórn ÍA gerði. En NEI, þeir í staðinn ausa olíu á eldin og eru alveg saklausir í öllu þessu máli. Þjálfari Keflvíkinga og Guðmundur Steinarsson, leikmaður Kefvíkinga koma í sjónvarpið og ausa svívirðingum yfir Skagamenn og öllum finnst það bara í lagi. Þetta finnst mér til skammar fyrir Keflavík.
Að lokum vil ég líka minnast á atvikið þegar Páli Gísla markmanni Skagamanna var vikið af leikvelli. Ef einhver maður sýndi óheiðarlega framkomu á Skaganum í gær þá var það sá leikmaður sem að Palli braut á. Það er ljóst að Palli stjakaði við leikmanninum og hefur kannski verðskuldað rauða spjaldið þó að mínu mati hefði gult alveg dugað. En það var ansi sorglegt að horfa upp á það í sjónvarpinu að Keflvíkingurinn engdist um að kvölum í markinu en var alltaf að fylgjast með Palla og Kristni dómara. Um leið og Kristinn lyfti rauða spjaldinu þá spratt Keflvíkingurinn upp með glott á vörum. Ég myndi alveg vilja fá myndband af því á kvikmynd.is
Yfirlýsing frá ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.6.2007 | 20:44
Ótrúlegur leikur
Þessi leikur fer í sögubækurnar. Danir lenda 3 - 0 undir eftir tæpan hálftíma og spila svo frábæran seinni hálfleik og jafna metin. Síðan endar þessi fótboltaleikur á einhverju sem á ekkert skilt við fótbolta.
Þessi aumingjans maður sem hljóp inn á völlinn kemur ekki til með að eiga sér viðreisnar von hér í Danmörku.
Ég fylgdist með leiknum hér í Danmörku og menn eru ennþá að ræða þetta í sjónvarpinu rúmum klukkutíma eftir leikslok.
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)